Þú ert í forgangi

Við erum Bakatil

Frá hugmynd

Á markað

Bakatil sérhæfir sig í að koma íslenskum vörum á alþjóðlega markaði

Stefnumótun

Hvert ætlar þú að fara og hvernig ætlar þú að komast þangað?

Hver eru markmið þín um árangur og hvernig verður hægt að mæla hvort árangur sé að nást?

Hvaða lykilþættir munu ráða því hvort og hvenær þú nærð árangri.

Hafðu samband við stefnumotun@bakatil.is

Vöruþróun

Hvaða þörf er þinni vöru/þjónustu ætlað að mæta og hvernig hyggst þú mæta þeirri þörf?

Þarf hugsanlega að þróa vöru/þjónustu þína frekar með tilliti til samkeppninnar eða aðstæðna á markaði?

Hvenær er varan tilbúin til markaðssetningar?

Hafðu samband við voruthroun@bakatil.is

Fjármögnun

Hvaða fjármögnunarleiðir eru í boði og hver þeirra hentar þér best?

Fjármögnun nýrra fyrirtækja fer fram með ýmsum hætti.

Innan Bakatil starfa einstaklingar sem hafa langa reynslu af fjármögnun nýrra hugmynda og fyrirtækja.

Við erum í tengslum bæði við frumkvöðla og fjárfesta. Simon og Garfunkel. Jekyll og Hyde. Lennon & McCartney. Kók og Prins. Það þarf tvo í tangó.

Hafðu samband við fjarmognun@bakatil.is

Framleiðsla

Handgert í eldhúsinu heima eða fjöldaframleitt í stórri verksmiðju erlendis?

Hvert er hráefnið? Hvar er markaðurinn? Hvað má varan kosta í framleiðslu?

Þetta eru allt spurningar sem við höfum þurft að svara áður.

Hafðu samband við framleidsla@bakatil.is

Markaðssetning

Hvað ætlar þú að selja, á hvaða verði, hvar og hvernig?

Ætlar þú að sigra heiminn með þinni vöru?

Margra ára reynsla okkar af alþjóðlegri markaðssetningu gæti mjög líklega nýst þér.

Hafðu samband við marketing@bakatil.is

Dreifing

Hvar munu viðskiptavinir þínir geta nálgast vöruna og eftir hvaða leiðum kemst hún í þeirra hendur?

Hvernig getur þú tryggt að varan berist viðskiptavinum á réttann stað, á réttum tíma og fyrir rétt verð?

Þarna getur mikilgægur tími og peningur farið forgörðum. Forðumst það með skipulegum hætti.

Hafðu samband við dreifing@bakatil.is

Sala

Sala. Þetta litla, fjögurra stafa orð sem breytir öllu.

Á þetta stefnum við. Að þessu vinnum við.

Hvort sem þú ert með vöru eða þjónustu sem þú vilt selja innanlands eða utan.

Hafðu samband við sala@bakatil.is

Við erum

Bakatil

Lausnarmiðaður hópur með stórt tengslanet og mikinn metnað

 • Rúnar Ómarsson

  Ráðgjöf & reynsla

  Rúnar hefur margra ára reynslu af alþjóðlegri markaðssetningu, sölu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu.

  Hafa samband: runar@bakatil.is

 • Kjartan Trauner

  Hönnun & margmiðlun

  Kjartan er Vöruhönnuður og Margmiðlari.

   

  Hafa samband: kjartan@bakatil.is

 • Dagur Kristinsson

  Vefforritun & aðgengishönnun

  Dagur hefur unnið við ráðgjöf, forritun og hönnun á vefsíðum frá aldamótunum.
   

  Hafa samband: dagur@bakatil.is

 • Gísli Eyland

  Sala & sérverkefni

  Gísli er viðskiptafræðingur með víðtæka reynslu á sviði smásölu, heildsölu, markaðssetningu og vöruþróunar.

  Hafa samband: gisli@bakatil.is

Fyrri verk

Bakatil samanstendur af skapandi einstaklingum sem hafa um árabil unnið ýmis verkefni

Starfsumhverfi

Bakatil

Aðstaða & umhverfi til sköpunar er ofarlega

Hér er Bakatil

Laugavegur 49 bakatil
101 Reykjavík

Hafðu samband

bakatil@bakatil.is

(+354) 772 7778

Eltu okkur

Hannað og smíðað af Bakatil.  © Mynd af Esjunni: Ingvar Högni Ragnarsson