Eyrin verzlun

Kjartan Trauner & Gísli Eyland

Gísli og Kjartan bjuggu til konsept í kringum sölu á einstökum munum sem gekk undir nafninu Eyrin Verzlun og var staðsett á Laugavegi. Verslunin var byggð á fjársjóðsleitarformi (e. treasure hunt, 1, 2) og átti uppsetningin að gera gestum auðvelt að skoða sig um (e. make it easy theory). 

Við hönnun á lógói var litið til gamalla verslunnarlógóa, bæði í sambandi við leturgerð og myndtákn (e. icon). Handaband varð fyrir valinu sem myndtákn Eyrinnar þar sem merking þess er alþjóðlega tengd við það að tveir aðilar nái saman í viðskiptum. Markaðssamskipti Eyrinnar fóru fyrst og fremst fram á facebook með kynningarefni, þar sem markmiðið var að framleiða efni sem væri ánægjulegt fyrir áhorfandann, væri áberandi low-budget og með einkennandi hljóðtáknum sem myndu heyrast með lógóinu.