UPPLIFUNARHÖNNUN

Kjartan Trauner & Gísli Eyland

Sýningarsalur Create Visual Studio staðsettur á Njálsgötu 40 var opnaður á Menningarnótt 2014 með stórri samsýningu margra helstu listamanna innan í jaðarlistar á Íslandi. Sýningin bar heitið „Menning í víðara samhengi“. Sýningarskráin fyrir sýninguna var í nýstárlegu formi og birtist sem veftímarit hugsað sem sjónrænt ferðalag og má í því finna þau verk sem voru til sýnis í Create Visual Studio.
Hægt var að kaupa listaverkin á sýningunni milliliðalaust beint af listamönnunum.

Create hélt einnig samsýningu samhliða stækkun á versluninni Noland í Kringlunni.

Fleiri myndir af sýningunni Menning í víðara samhengi
Sýningarskrá Menning í víðara samhengi

Ertu með spurningar varðandi upplifunarhönnun?
Hafðu samband hér