BYGGPASTA & ÞARABYGGPASTA

Kjartan Trauner, Jón Trausti Kárasson & Sæmundur Elíasson

Kjartan tók þátt í vöruþróunarverkefni þar sem hann sá um umbúðahönnun, ímyndarsköpun og grafík á íslenskri matvöru. Unnið var út frá þeirri hugmynd að vinna matvöru sem notast við íslensk hráefni. Útkoman var tvær gerðir af byggpasta, Byggpasta og Byggþarapasta.  Með því að skipta út hvítu hveiti fyrir bygg, sem er mun heilsusamlegra korn, er varan hollari en hefbundið pasta og hafa jákvæð áhrif þara einnig verið könnuð ítarlega.

Í kjölfarið hefur Byggpasta verið kynnt á ýmsum vettvöngum og prófuð í smásölu á kynningarviðburðum. Byggpasta hlaut hvarvertna mjög góðar viðtökur og vakti mikla athygli. Útgáfa á vörunni er enn í vinnslu.

Umfjöllun um Byggpasta í fjölmiðlum:
Víkurfréttir
Mogginn 
Rúv
Fiskifréttir 
Matís
 

Ertu með spurningar varðandi vöruþróun & umbúðahönnun?
Hafðu samband hér